Þjóðskrá Íslands. Skýrsla um eftirfylgni

(1604226)
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
11.08.2016 56. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Þjóðskrá Íslands. Skýrsla um eftirfylgni
Á fundinn komu Sólveig Guðmundsdóttir og Jón Ingi Einarsson frá Þjóðskrá Íslands, Hermann Sæmundsson og Guðbjörg Sigurðardottir frá innanríkisráðuneyti, Sigurður H. Helgason, Guðrún Ögmundsdóttir, Viðar Helgason og Guðmundur Pálsson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti og Sveinn Arason og Þórir Óskarsson frá Ríkisendurskoðun.

Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið m.a. varðandi útboð á vegabréfaútgáfu og framleiðslukerfi vegabréfa sem stofnunin hefur unnið að í samvinnu við innanríkisráðuneytið að færi fram 19. ágúst n.k., og nauðsyn þess að fjármála- og efnahagsráðuneyti tryggi fjármögnun. Gengið var eftir því af hálfu nefndarinnar hvort þetta gengi eftir og var staðfest að reynt yrði að tryggja það.

Nefndin lauk umfjöllun um skýrsluna.
11.05.2016 45. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Þjóðskrá Íslands. Skýrsla um eftirfylgni
Á fundinn komu Hermann Sæmundsson frá innanríkisráðuneyti, Sólveig Guðmundsdóttir og Jón Ingi Einarsson frá Þjóðskrá Íslands og Sveinn Arason og Þórir Óskarsson frá Ríkisendurskoðun.

Formaður fór yfir efni skýrslunnar og gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

Samþykkt að fá fulltrúa fjármála- og efnahagsráðuneytis á fund vegna málsins.